Íbúaþing um skólamál
Velheppnað íbúaþing um skólamál á Seltjarnarnesi var haldið í Valhúsaskóla í byrjun apríl. Þátttakan var góð með afar líflegum og uppbyggilegum umræðum.
Unnið var í vinnuhópum sem skiluðu af sér fjölda gagnlegra ábendinga sem nú verður unnið áfram með. Öllum sem þátt tóku er sérstaklega þakkað fyrir að leggja sitt af mörkum við endurmótun menntastefnu bæjarins fyrir skóla- og frístundastarf. Baldri Pálssyni, Hildigunni Gunnarsdóttur og Sigrúnu Eddu Jónsdóttur sem höfðu veg og vanda að skipulagningu íbúaþingsins eru einnig þakkir færðar fyrir alla umsýsluna og mjög góða vinnu sem og Jóni Torfa Jónassyni sem hélt stutta hugvekju í upphafi þingsins.