Þröstur nýr formaður Gróttu
Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður.
Heilt yfir gekk rekstur félagsins og deilda vel á árinu og hefur rekstur félagsins almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig á árinu.
Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár. Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn.
Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.
Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir.
Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason.