Borgarbókasafnið fær glæsilegt hlutverk
Borgarbókasafnið í Grófinni í Reykjavík fær nú glæsilegt hlutverk. Fimm hópar arkitekta hafa skilað tillögum um svonefnt upplifunartorg í húsinu og verður sú besta valin 22. júní. Nýja rýmið er alls 1.200 fermetrar og er áfast við vesturgafli Grófarhússins á sex hæðum.
Skjalasafnið sem er á þriðju hæð hússins og hluta þeirrar fjórðu verður flutt í annað húsnæði og ljósmyndasafnið sem er á sjöttu hæð verður flutt í í Hafnarhúsið. Með tilkomu nýbyggingarinnar og flutningum skjala- og ljósmyndasafns mun Borgarbókasafnið hafa allt að sjö þúsund fermetra plássi til umráða. Nýja Borgarbókasafnið verður viti við höfnina að sögn Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavaðar. Borgarbókasafnið verður eitt af þremur menningarhúsum við Tryggvagötu. Hin eru Listasafn Reykjavíkur og Listaháskólinn sem flytja á í Tollhúsið.