Einföld, fjölnota og yfirlætislaus kirkjumiðstöð
Árið 1980 voru íbúar Seljahverfis orðnir hátt í átta þúsund. Hverfið byggðist með ógnarhraða á áttunda áratugum. Margt ungt fólk settist þar að. Einkum vegna þess að þar var mörgum lóðum úthlutað eftir tíma þegar erfitt var að fá byggingalóðir í Reykjavík. Margra barnafjölskyldur fluttu í Seljahverfið. Það leiddi til þess að þar var lægstur meðalaldur í einu byggðarlagi á landinu. Fjölmennustu grunnskólarnir voru einnig í Seljahverfi á þessum tíma. Ölduselsskóli og Seljaskóli. Kirkjustarf fór þó fremur hægt af stað í hinni nýju Breiðholtbyggð. Seljahverfi sem öðrum byggðarhlutum. Breiðholtssöfnuður var stofnsettur árið 1972 og var honum í fyrstu þjónað frá Bústaðakirkju því engin ytri aðstaða var til í Breiðholti. Kirkjusókn var stofnuð í Fella og Hólmahverfi 1975 en Seljahverfið óx með hraði árin á eftir.
Seljasókn er því yngsta kirkjusóknin í Breiðholti en þar var líkt og í hinum hlutum byggðarinnar engin aðstaða fyrir safnaðahald. Um 1980 var hafist handa um byggingu kirkju í hinni nýju vesturbyggð Breiðholts. Skipuð var bygginganefnd og fór hún að huga að framkvæmdum. . Í nefndinni voru Helgi Hafliðason, Páll R. Magnússon, Ómar Einarsson, Snorri Guðmundsson og sr. Valgeir Ástráðsson sóknarprestur sem var formaður nefndarinnar. Nefndin leitaði til Sverris Norðfjörð arkitekts um teikningu og hönnun kirkjubyggingar. Eftir að Sverrir tók verkefnið að sé fór hann að þreifa fyrir sér um bygginguna og skoða möguleika í samstarfi við bygginganefndina. Hugmyndin var að reisa hús sem hýst gæti fjölnota starfsemi. Kirkjulegar athafnir, fjölbreytt safnaðarstarf og starf frjálsra félaga. Að kirkjan gæti orðið einskonar félagsheimili í hverfinu. Þessi hugsun var nýmæli í kirkjubyggingum hér á landi sem löngum höfðu einkum og oft eingöngu verið hugsaður til þess að hýsa kirkjulegar afhafnir. Einkum guðsþjónustur og útfarir. Einnig var gert ráð fyrir því við hönnun kirkjunnar að hægt yrði að byggja hana í áföngum þar sem mikið verk væri að ræða.
Kirkjumiðstöð í Seljahverfi
Sverrir hófst strax handa í nóvemberlok árið 1982 voru teikningar kirkjunnar eða kirkjumiðstöðvarinnar eins og hún var kölluð kynntar safnaðarfólki. Byggingarnefndin gerði grein fyrir hugmyndum, sem að baki lágu. Vegna hins mikla notagildis kaus nefndin að kalla húsið kirkjumiðstöð. Kynning hugmyndanna fékk strax góðar viðtökur. Íbúar hverfisins áttuðu sig hvað verið var að gera og áhuginn til framkvæmda varð mikill. Kirkjumiðstöðin er fjögur hús með tengibyggingu. Tilgangur þess byggingarlags er að hægt væri að nota marga sali samtímis eða tengja þá saman ef það hentaði.
Einföld og yfirlætislaus
Fyrsti hluti kirkjunnar var vígður árið 1987 en síðasta álman var svo tekin í notkun árið 1999. Kirkjan er í hverfinu miðju og hefur sinnt hlutverki sínu sem þjónustumiðstöð við söfnuðinn vel en byggingarnefnd var falið á sínum tíma að hafa orðið „þjónusta“ að leiðarljósi. Kirkjan er einföld að sniði og yfirlætislaus, sem má segja að sé einkennandi fyrir stíl Sverris. Valgeir Ástráðsson þjónaði Seljakirkju um langt skeið en prestar þar eru nú Ólafur Jóhann Borgþórsson og Sigurður Hannesson (ekki Helgason eins og misritaðist í síðasta Breiðholtsblaði).