Seljakjör verður Iceland

Seljakjöri verslun Samkaupa við Seljabraut 54 hefur verið lokað. Samkaup hafa fest kaup á verslunum Iceland og hyggst opna verslunina að nýju undir því merki.
Verslun við Seljabraut 54 á sér langa sögu. Einar Bergmann stofnaði verslunina þegar Seljahverfið var enn í byggingu. Símon Sigurpálsson tók við verslunarrekstrinum við Seljabraut 1995 og tók þá upp nafnið Þín verslun. Símon rak verslunina í um tvo áratugi en seldi hana síðan til Samkaupa. Í tengslum við kaup Samkaupa á Iceland verslununum hefur síðan verið tekin ákvörðun um að færa Seljakjörs undir Iceland nafnið og laga reksturinn að öðrum Iceland verslunum.