Ný nöfn á stígum í borginni

Mánaleið liggur meðfram Sæbraut.

Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt tillögu nafnanefndar um nöfn á reiðhjóla- og göngustígum í Reykjavík, eða svokölluðum lykilstígum. Nafnanefnd skipuðu Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku, Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, Ásrún Kristjánsdóttir, listamaður og Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar.

Stígarnir sem hlutu nöfn eru sex talsins. Þeir nefnast, Mánaleið, Sólarleið, Árleið, Kelduleið, Eyjaleið og Bæjarleið. Mánaleið nefnist stígurinn meðfram Sæbraut. Sólarleið liggur meðfram Ægisíðu í gegnum Fossvog, inn í Elliðaárdal. Árleið liggur í gegnum Elliðaárdal. Kelduleið liggur meðfram Sæbraut, í gegnum Geirsnef og svo Vesturlandsveg inn í Mosfellsbæ. Eyjaleið liggur frá Bryggjuhverfi, í gegnum Grafarvoginn inn í Mosfellsbæ meðfram sjónum og Bæjarleið liggur frá Nauthólsvík, meðfram Öskjuhlíð og niður í miðbæ Reykjavíkur.

You may also like...