Skipulag vegna borgarlínu kynnt á samráðsgáttinni

Mynd sem sýnir fyrirhugaða lega fyrsta áfanga borgarlínunnar.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt sameiginlega verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar felast í að staðsetja legu fyrstu lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík, ásamt fyrirhuguðum breytingum á Sæbraut og Miklubraut.

Verk- og matslýsingar verkefnisins verða í kynningu frá 7. apríl til og með 9. maí og verður hægt að nálgast þær á eftirfarandi slóðir: samradsgatt.islands.is; borgarlinan.is; kopavogur.is; reykjavik.is/skipulag-i-kynningu; adalskipulag.is. Frestur til að athugasemda rennur út þann 9. maí 2020 og verða ábendingar og athugasemdir að vera skriflegar. Hægt verður að senda þær á samráðsgáttina, eða borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða á skipulag@kopavogur.is Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast. Fyrsta lota borgarlíunnar mun liggja frá Hamraborg í Kópavogi um brú yfir Öskjuhlíð við enda norður suðurbrautar Reykjavíkurflugvallar. Um BSÍ, framhjá Reykjavíkurtjörn á Lækjartorg og þaðan í gegnum austurbogarina í átt til Ártúnshöfða.

You may also like...