Breytingar á mannauði Bókasafns Seltjarnarness

Fráfarandi starfsfólk Bókasafn Seltjarnarness: Dagný Ingibjörg Þorfinnsdóttir bókavörður, Sigríður Gunnarsdóttir (Sirrý) barnabókavörður og Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir bókavörður.
Nýtt starfsfólk Bókasafn Seltjarnarness: Sæunn Ólafsdóttir barnabókavörður, Tryggvi Steinn Sturluson bókavörður og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir.

Árið 2020 var ár breytinga hjá okkur í starfsmannaliði bókasafnsins en þá hættu störfum þar kanónur safnsins til margra ára;  Dagný Ingibjörg Þorfinnsdóttir bókavörður, Sigríður Gunnarsdóttir (Sirrý) barnabókavörður og Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir bókavörður. Allar höfðu þær starfað í 18 ár eða lengur hjá safninu. Við óskum þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni og þökkum kærlega samstarfið. Að sama skapi bjóðum við nýja starfsmenn hjartanlega velkomna til starfa en þau eru; Sæunn Ólafsdóttir barnabókavörður, Tryggvi Steinn Sturluson bókavörður og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir.

Velkomin á Bókasafn Seltjarnarness.

You may also like...