Þrýstilögn lögð við Norðurströnd
Í sumar verður lögð ný þrýstilögn frá dælubrunninum meðfram Norðurströndinni og alla leið að dælustöð Veitna við Seilugranda. Stóru rörin sem liggja við Norðurströndina verða nýtt í endurbæturnar.
Enn nokkrum úrbótum ólokið á fráveitu Seltjarnarnesbæjar. Endurbætur hafa verið í gangi um nokkurra ára skeið auk þess sem stækkun byggðar við Bygggarða krefst endurbóta og nýframkvæmda en búið er að greina þörfina því tengt. Stórar vinnuvélar verða á svæðinu vegna framkvæmdarinnar og því má gera ráð fyrir röskun þegar að vinnan stendur yfir sem beðist er velvirðingar á.