Eldri þekkt lög og frumsamin

Gunnar Randversson tónlistarmaður.

Gunnar Randversson gítar- og píanóleikari og tónlistarkennari hefur sent frá sér nýjan geisladisk. Nefnist hann vetur og er annar diskurinn sem hann sendir frá sér. Gunnar leikur ýmis þekkt eldri lög auk þess sem eitt frumsamið lag er þar að finna. Gunnar er ekki einn um hituna á þessum nýja diski. Guðmundur Björgvinsson útsetti lögin ásamt Gunnari, stjórnaði öllum upptökum og lék auk þess á nokkur hljóðfæri. Þá má geta þess að Lilja Eivor dóttir Gunnars syngur í nokkrum lögum. “Þetta eru einkum eldri jasslög og önnur tónlist sem ég hef valið til þess að flytja. Þetta eru lagasmíðar sem ég hef lengi haldið upp á – hlustað á og spilað.” segir Gunnar í spjalli við Breiðholsblaðið.

Gunnar hefur kennt tónlist með aðstöðu í Breiðholtsskóla í nokkur ár en á áhugi hans á tónlist dýpri rætur. Hann segir hana hafa fylgt sér svo lengi sem hann muni efir sér. Gunnar er uppalinn í Ólafsfirði þar sem hann nam gítar- og píanóleik ungur að árum. Hann snéri sér síðan alfarið að píanónáminu og píanóleik um árabil en hefur nú á síðari árum tekið gítarinn fram og eflt kynni sín við hann að nýju. “Mér finnst hann um margt skemmtilegra hljóðfæri að fást við en það fer líka aðeins eftir því hvaða tónlist maður er að spila. Ég fann fljótt eftir að ég fór að spila á hann aftur hversu auðvelt er að semja tónlist á hann.”

Þótt Gunnar hafi búið lengst af á höfuð­borgarsvæðinu og um tíma í Svíþjóð hefur hann alltaf haldið tryggð við heimahagana í Ólafsfirði. “Já – það er orðinn um hálfur fimmti áratugur síðan ég fór að Heiman en ég hef komið fleiri ári en hitt til Ólafsfjarðar ef Svíþjóðarárin eru undanskilin. Það er alltaf sérstakt að koma til gömlu heimahagana. Gott að sækja í ræturnar.”

En er Gunnar ekkert smeykur við geisladiskinn þegar margir notfæra sér orðið streymisveitur til þess að hlusta á tónlist. Hann kveðst alltaf hafa haft mætur á honum. Hann er gott form og ég held að hann eigi eftir að ná sér aftur á strik. Við sjáum að gamli vinilinn er aftur kominn á stjá.” En hvar er hægt að nálgast diskinn Vetur. “Hann er fáránlegur í nokkru tónlistarbúðum. Tólf tónum, Smekkleysu og Lucky Record. Nei, ég hef engar áhyggjur af að hann nái ekki til fólks.”

You may also like...