Er Breiðholtslaug sprungin?

Breiðholtslaug er sí vinsæl og vinsældirnar virðast hafa vaxið eftir að World Class opnaði líkamsræktarstöð á staðnum.

Er Breiðholtslaug sprungin? Mikið af fastagestum Breiðholtslaugar sem búsettir eru í Seljahverfi hafa gripið til þess ráðs að undanförnu að fara frekar í Salalaug í Kópavogi sem er ekki langt frá Seljahverfi.

Ástæðan mun sú að Breiðholtslaug er orðin ofsetinn og því talið nauðsynlegt að byggja aðra sundlaug í hverfinu. Þetta mun meðal annarrs hafa gerst eftir að World Class fékk aðstöðu þar og skáparnir eru flesta dagana allir yfirfullir. Það virðist svo sem að þegar að World Class kom í Breiðholtslaug þá hafi verið bætt við of fáum skápum. Nauðsynlegt er að bæta við fleirum – já eða byggja nýja sundlaug.

You may also like...