Útskriftarsýning í Gerðubergi
Útskriftarsýning myndlistarbrautar FB opnaði í Gerðubergi 6. maí sl. og var opin fyrir gesti og gangandi til 16. maí en þar sýndu 14 nemendur afrakstur lokaáfangans í myndlist.
Sýningin, sem kallaðist Frásagnir, var fjölbreytt og metnaðarfull þar sem málverk, skúlptúrar, innsetningar, myndasögur og fleira voru til sýnis en verkin á sýningunni voru unnin út frá persónulegum frásögnum hvers og eins nemanda.
Sýnendur voru þau Albert Flóventsson, Bernharð Máni Snædal, Emma Rún Baldvinsdóttir, Erik Vikar Diez Róbertsson, Hanna Lára Vilhjálmsdóttir, Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir, Ingibjörg Ramos Hilmarsdóttir, Jóhann Garðar Guðmundsson, Katla Lind Þórhallsdóttir, Margrét Ylfa Arnórsdóttir, Svanhvít Berg Victorsdóttir, Sylvía Lorange, Torfi Sveinn Ásgeirsson og Þórdís María Stefánsdóttir.